7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 09:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi.
Indriði Ingi Stefánsson vék af fundi kl. 09:54

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundagerðir 5. og 6. fundar voru samþykktar.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Hrefnu Ingimundardóttur og Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Heiðmar Guðmundsson og Sigurgeir Bárðarson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Því næst komu Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda og Gunnar Valur Sveinsson, Baldur Sigmundsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) 4. mál - skattleysi launatekna undir 400.000 kr. Kl. 10:16
Lið frestað.

4) 204. mál - samkeppnisúttekt á löggjöf og regluverki Kl. 10:18
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Elva Dögg Sigurðardóttir verði framsögumaður þess.

5) Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins Kl. 10:19
Diljá Mist Einarsdóttir bar upp tillögu um að óskað yrði eftir gögnum frá stjórn Samkeppniseftirlitsins, sbr. 51. gr. þingskapa. Tillöguna samþykktu Teitur Björn Einarsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson, Elva Dögg Sigurðardóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir sátu hjá.

Steinunn Þóra Árnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel það mikilvægt að kanna fyrst hvaða reglur gilda um birtingu fundargerða stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson tóku undir bókunina.

6) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert

Fundi slitið kl. 10:27